Vel heppnuð lýtaaðgerð
23.9.2008 | 02:09
Lýtaaðgerðin sem gerð var á Facebook í sumar er kannski fráhrindandi við fyrstu sýn (eins og fyrst þegar umbúðirnar eru teknar af sjúklingi sem fór í andlitslýtaaðgerð), en eftir þessar breytingar, hefur notagildi síðunnar stóraukist (eins og hjá fyrrnefndum sjúklingi ).
Þó að nýjungar þýði það, að fólk þarf að læra að nota þær, er ekki endilega þar með sagt, að þær séu af hinu illa.
Þegar ég var að nota gömlu facebook síðuna, var það orðið þannig þegar ég opnaði suma prófíla, að tölvan þyngdist öll í vinnslu, og jafnvel hökti á meðan ég reyndi að skruna niður siðuna til að sjá vegginn hjá viðkomandi. Veggurinn er það sem öllu skiptir í opinbermum samskiptum við fólk á facebook (svipað og comments á myspace), og á nýju facebook síðunni er veggurinn settur í forgang.
Eftir að ég skipti yfir í nýju facebook síðuna, hef ég verið í margfalt meira sambandi við vini mína og hef margfalt meiri yfirsýn á það sem mínir vinir eru að senda inn og bauka.
Aukinheldur mæli ég með því að taka syrpu í því að smella á "block this application" þegar þú færð boð um að "adda" einhverju applicationi. Eftir að hafa "blockað" algengustu applicationirnar, fækkar þessum requestum um allan helming, og þá er gott að búa á Facebook :-)
Ég lofa ykkur því að þessi breyting er af hinu góða. Bara að venjast viðmótinu þolinmóð. Þetta er ástæðan fyrir því að facebook er ekki að fara að breyta viðmótinu til baka. :-)
Deila á FacebookAndlitslyfting Facebook óvinsæl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hjartanlega sammála. þetta var orðið allt of þungt og hefur batnað stórum.
Brjánn Guðjónsson, 23.9.2008 kl. 09:44
Algjörlega sammála.
Ólafur (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:48
Alveg hjartanlega sammála. Fólki bregður oft við einhverjar nýjar breytingar, og ef það tekur það lengra en eina mínútu að átta sig og skilja eftir breytinguna, grátbiðja þau um það gamla aftur.
Ég gjörsamlega hataði Facebook áður en nýja síðan kom. Í dag dýrka ég hana.
Gaui (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:09
Nenni ekki feisbúkk. Blaðra allt of mikið á netinu. Hvað varð um að fara bara út og fá sér bjór með félögunum?
Ingvar Valgeirsson, 24.9.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.