Tekjutengdar sektir, já takk!
12.5.2009 | 22:29
Afhverju er ekki búið að gera þetta hér á Íslandi, að tekjutengja sektir? Eiga sektir ekki að vera refsing? Ég sé ekki hvernig 25.000.- hraðasekt sé refsing fyrir þann sem er með t.d. yfir milljón á mánuði í laun!
Tekjutengja sektir strax!
14 milljóna fyllerí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þetta er alveg sniðugt.
Fannar (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:24
Það er meira réttlæti í Noregi en á Íslandi. Þar er miklu meira tekjutengt en hér. Til dæmis leikskólagjöld og gjöld fyrir námskeið á vegum sveitarfélaga. Man eftir gamalli sögu af lögreglumanni í Reykjavík sem varð fyrir því "óláni" að taka drukkinn ökumann sem ekki mátti taka. Sá ökumaður var háttsettur embættismaður og hann þurfti að gjalda fyrir það.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:46
Tekjutenging finnst mér oftast nær hálfbjánaleg. Það er bara verðmiði á hlutum, hvort sem það er umferðarsekt eða mjólkurferna.
Svo er líka erfitt að reikna það út - á að miða við laun ársins áður, þó svo að viðkomandi einstaklingur sé launalaus þetta árið? Á að bíða eftir skattskýrslu fyrir líðandi ár til að sektin miðist við þann tíma sem brotið var framið? Á að reikna meðallaun einhver ár aftur í tímann til þess að hátt launað fólk, sem er nýkomið úr háskóla, sleppi með nánast enga sekt? Hvenrig á að reikna út sektir á þá sem hafa sín laun erlendis frá?
Það á að vera auðveldara að borga 25,000.- kall sekt fyrir þann sem er með milljón á mánuði í laun en aðra. Lífið er einfaldlega auðveldara ef maður er með milljón á mánuði í laun, það stendur í bæklingnum. Þá hefur maður efni á ýmsu sem aðrir hafa ekki efni á - þessvegna leggja menn hart á sig til að komst í þannig vinnu.
Þeim mun mikilvægara fyrir láglaunamenn að drullast til að haga sér almennilega í umferðinni, keyra ekki fullir eða of hratt. Þeir hafa einmitt ekki efni á því (kannski ætti ég að segja "við höfum ekki efni á því").
Hinsvegar má alveg hækka sektir almennt fyrir umferðarlagabrot, sérstaklega hraðakstur og ölvunarakstur - jafnt á alla, bæði þá sem hafa há laun og lá. Ef einhver fer að væla yfir því að hann geti ekki borgað sektina, þá hefði sá hinn sami bara átt að hugsa út í það áður en hann ákvað að fara í kappakstur á Víðimelnum, blindfullur á nagladekkjum.
Húnbogi - sögur eru ekki alltaf sannar. Sjálfur þekki ég lögreglumenn sem hafa einmitt fengið hrós fyrir að mismuna ekki fólki vegna þjóðfélagsstöðu.
Svo eru námskeiðsgjöld á vegum hins opinbera sem og dagvistunargjöld niðurgreidd hér með skattfé okkar úr Ríkissjóði - hvað er það annað en tekjutenging, þegar hinir tekjumeiri eru þegar búnir að láta meira af hendi rakna í þann sjóð en hinir, sem skarta lægri tölu á launaseðli sínum?
Ingvar Valgeirsson, 13.5.2009 kl. 13:18
Vil henda einu Amen á athugasemd Ingvars, mjög sammála þessu
Tryggvi Hjaltason, 13.5.2009 kl. 18:07
Þakka þér fyrir, Tryggvi minn. Mig langar samt að biðjast afsökunar á innsláttarvillu í síðustu setningu annars paragrafs. Ákaflega klaufalegt.
:)
Ingvar Valgeirsson, 13.5.2009 kl. 22:24
Tökum um tekjutengingu - strax.
Kolla (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:39
Einstaklingur sem að er með 600 þúsund á mánuði (þ.e.a.s milljón f/skatt) getur haft minna fjárhagslegt svigrúm en einstaklingur með t.d 140 þúsund á mánuði útborgað.
Tökum dæmi: Ungur einstaklingur barnlaus, skuldlaus með 140 þúsund útborgað e.skatt leigir herbergi á 25 þúsund á mánuði eftirstöðvar af launum 125 þúsund
Einstæð móðir 600 þ útborgað er með 4 börn á framfæri, þarf þar af leiðandi stærra húsnæði en einstaklingur, borgar af því 170 þúsund á mánuði enda verðtryggingin búin að hækka lánin upp úr öllu veldi og afborganir um leið, en lántakan leit ekkert illa þegar að vöruverð var lægra og verðtryggingin var ekki búin að hækka afborganirnar, er að borga námslánin sín , fasteignagjöld, eina dagmömmu svo leikskólapláss fyrir hitt barnið, rafmagn og hita, tryggingar , sími, internet, heitan mat í skólanum fyrir unglingana og tannréttingar fyrir einn unglinginn, bílalán og Karate námskeið fyrir báða unglingana, fæða öll börnin og klæða en það kostar sitt eins og þeir sem eiga börn þekkja eflaust.
Þessi manneskja á ekki 125 þúsund afgangs af laununum sínum eins og unga manneskjan fyrir ofan, en er allavega það heppin að hafa þó efni á að veita börnunum sínum húsaskjól, tannréttingar og íþróttir sem að eflaust allir geta ekki gert í dag.
Af hverju á sá sem er launahærri að borga meira fyrir sitt brot en annar.
Ef að einhver sem er skítblankur fer út í búð og stelur epli af því að hann á ekki pening fær ekki lægri dóm en sá sem fer út í búð og stelur epli og á pening, enda er lögbrot að stela sama hver fjárhagsstaða þín er............
Finnst oft sem að fólk sé biturt út í þá sem að hafa hærri laun en þeir sjálfir. Það eru ekki tölurnar sem að segja allt eins og ég tók hér í dæminu fyrir ofan.
Það kannski hljómar vel að vera með milljón á mánuði, en það þarf ekkert endilega að þýða að líf viðkomandi sé betra, auðveldara og þægilegra en einstaklings með töluvert lægri laun, þetta þekki ég sjálf af eigin reynslu.
Mér fyndist ekki sanngjarnt að einstæða móðirin ætti að borga meira í hraðasekt en hin einstaklingurinn .
Ætli punktakerfið sé ekki ágætis forvörn fyrir því að "ríkari" keyra ekkert hraðar en "blankari" Kannski ef að punktakerfið væri ekki til staðar myndu "ríkari" keyra oftar yfir löglegum hraða þar sem að 20-100 þús til eða frá væri ekki mikið tiltökumál
Solla Bolla (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:25
ÚPPPSSS átti að vera 150 þúsund útborgað, ég kann alveg að reikna þetta las bara ekki nógu vel yfir þetta áður en ég postaði, byrjaði á að gera 140 en ætlaði svo að breyta í 150
Solla Bolla (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 16:29
Hverjir stjórna lagasetningunni á Íslandi, eru það ekki auðmennirnir?
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 08:35
Það hefði nú komið sér vel fyrir mig um daginn að hafa tekjutengdar sektir. Ég er námsmaður með 0 tekjur og þurfti að borga 25þús í sekt... hefði ég þá sloppið eða???
Ásan, 19.5.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.